Stóra Sabah hringferðin
10 dagar/9 nætur

Coconut man IST“Land vindanna” eða “Hið Helga land, fjallanna” eru tvö þjóðsagnarkennd nöfn sem notuð eru um Malaisiska bæinn Sabah. Og eftir að hafa heimsótt bæinn eru þessar tvær stóru setningar, mjög táknrænar fyrir bæinn. Hér eru fallegar strendur, krystaltær sjór með litríkum kóröllum og skrautlegum fiskum, framandi eyjar, stórir hellar og tignarleg fjöll. Fyrir náttúru unnendur þá er einn af heimsins stærstu regnskógum einnig hér, með óvenju mikið og fjölbreytt plönturíki, hér eru meira en 1000 tegundir af orkidéer og hér er einnig hið fræga blóm Rafflesia, sem er stærsta blóm í heimi. Hér lifa hinir frægu orangutanger, gibbon apar, ljón apar, villisvín og dádýr. Það er sagt að hér geti maður einnig fundið hinn blettótta leopard og hinn sjaldgjæfa sumatran nashyrning. Allt er þetta kryddað með töfrum og góðu andrúmslofti svo að hinn reyndi ferðalangur verður gagntekinn.

Dagur 1: Kota Kinabalu
Þið komið til Kota Kinabalu, sem er höfuðborg Sabahs og enskumælandi leiðsögumaður okkar tekur á móti ykkur og keyrir ykkur á hótelið. Borgin er kölluð eftir hinu dularfulla Kinabalufjalli, með háa og skörðótta tinda. Restin af deginum er frjáls og á eigin vegum í borginni KK eins og Kota Konabalu er kölluð af innfæddum. Borgin er afslöppuð með stórkostlegt útsýni yfir eyjarnar út við ströndina, sérstaklega við sólarlag því þá myndast oft töfrandi litaspil. Við mælum eindregið með að þið heimsækið einn af hinum mörgu fiski veitingastöðum sem eru í borginni. Einn af þessum fiski veitingastöðum er við hliðina á Hótel Promenade og er hann bæði ódýr og góður.
Gisting: Hótel Sangri-La eða Hyatt Regency Hótel. (M)

Dagur 2: Kota Kinabalu – Gaya Island
Eftir morgunverð farið þið með bát til Gaya Island sem er ein af hinum fallegu hitabeltis eyjum við ströndina og ekki langt frá Kota Kinabalu. Þið farið með leiðsögumanni um stígana í fenjaskóginum og sjáið kannski eitthvað af þeim villtu dýrum sem eru á eyjunni. Merkilegastur er hinn skeggjaði grís. Gaya er einnig þekkt fyrir íbúa frá eyjum Malaisíu þar sem smábæjirnir eru byggðir á stólpum úti í vatninu. Þið haldið áfram til Manukan Island, sem er umvafið stórkostlegum kóralrifjum sem þið fáið möguleika á að skoða betur efitir hádegisverð. Þið komið aftur á hótelið seinni part dags.
Gisting: Hótel Shangri-La eða Hyatt Regency Hótel. (M, H)

Dagur 3: Kota Kinabalu
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum. Upplifið borgina eða njótið strandanna fyrir vestan Kota Kinabalu. Markaðurinn í miðbænum er líflegur og spennandi á morgnana, þegar fiskimennirnir koma með aflann að landi og konurnar frá fjallahéruðunum koma með ávexti og grænmeti til að selja á markaðinum. Það er einnig áhugavert að og rölta um í “stólpa smábænum” Kampung Ayer sem er við hafið og ef maður vill fræðast svolítið um samfélagið, þá er upplagt að heimsækja þjóðminjasafnið í bænum. Það er byggt í múrstein en í stíl við hin hefðbundnu langhús, þau rúma gott safn af menningar sjóði frá mismunandi þjóðfélagshópum.
Gisting: Hótel Shangri-la eða Hyatt Regency hótel. (M)

Dagur 4: Kinabalu garður við endann á Mt. Kinabalu
Eftir morgunverð keyrið þið til Kinabalu garðsins, sem er við endann af hæsta fjalli í suðaustur Asíu og heitir Mount Kinabalu, hæstu tindar þess eru 4100 metra háir. Garðurinn er 750 fermetrar og hér er stórkostlegt dýra- og plöntulíf. Hér eru plöntur frá nær öllum heims hornum. Það eru meira en 1000 mismunandi orkidéer og 26 gerðir af rododendron í garðinum. Dýralífið er alveg eins fjölskrúðugt, því hér eru lauf apar, draug apar, gibbon apar og mörg önnur spennandi dýr.
Gisting: Celyn Resort eða eitthvað svipað. (M, H, K)

Dagur 5: Mt. Kinabalu – Poring
Eftir morgunverð keyrið þið um hinn hlikkjótta veg og hið gróskumikla landslag til Poring. Þar er hengibrú sem er 50 metra yfir trjákrónum regnskógarins. Fyrir þá sem þora bíður ykkar stórkostleg upplifun þar sem þið sjáið regnskóginn ofan frá. Næsta stopp er við Kipunig fossinn sem er nálægt leirhverum – tilvalinn staður til að losa um auma og þreytta vöðva, þegar maður liggur í vatninu umvafinn hibiscus og blómstur ilmandi frangipani-trjám sem eru í miðjum regnskóginum. Á leiðinni er stoppað til að borða hádeigisverð. Þið komið á hótelið í Kota Kinabalu seinnipart dags.
Gisting: Hótel Shangri-la eða Hyatt Regency hótel. (M, H)

Dagur 6: Kota Kinabalu – Sandakan – Selingan Island
Þið vaknið snemma til að fara með flugi til Sandakan með planaðri brottför ca. kl. 07.30. Á flugvellinum í Sandakan verður tekið á móti ykkur af leiðsögumanni okkar sem keyrir ykkur í ca. 45 mín. að höfninni. Hér farið þið sem hraðbát til Selingan Island – falleg klukkutíma sigling. Eftir að þið hafið skráð ykkur inn á Selingan Island Resort þá er restin af deginum frjáls og á eigin vegum.
Seiling Island hefur verið verndað svæði fyrir skjaldbökur frá árinu 1977 og hvert ár koma meira en þúsund skjaldbökur á eyjuna til að verpa. Eggjunum er safnað saman og komið fyrir undir stóru neti til að vernda þau m.a. fyrir ránfuglum. Þegar eggin klekjast út eru litlu skjaldbökurnar teknar og hlúð að þeim þar til þær hafa betri möguleika á að verjast fjendum sínum, síðan er þeim sleppt út í hið stóra suður kínverka haf til að lifa þar frjálsar.
Safnið á eyjunni gefur góða mynd af hættulegu lífi sem bíður skjaldbakanna fyrstu æviár þeirra.
Eftir kvöldmatinn bíðið þið á veitingastaðnum þar til myrkrið skellur á og hin aðdáunarverðu skriðdýr koma upp á ströndina. Þið farið í hóp niður á strönd þar sem þið sjáið hvar stór græn skjaldbaka hefur grafið 60 cm djúpa holu og er að leggja meira en 50 egg. Í sannleika er þetta grípandi upplifun. Og ekki er síður spennandi að setja eina af litlu skjaldböku ungunum út í hafið. Kannski lifir þín skjaldbaka af og kemur aftur til eyjunnar ár eftir ár til að verpa.
Gisting: Selingan Island Resort. (M, H, K)

Dagur 7: Selingan Island – Sandakan – Sepilok (orangutang center) – Sukau Raingorest
Þið farið frá eyjunni um morguninn og siglið aftur til Sandakan. Héðan farið þið til Sepilok Rehabilitation Centre, þar sem hópur rauðhærðra apa bíður ykkar. Það er stórkostlegt að upplifa orangutana í sínu náttúrulegu umhverfi. Eftir stutta gönguferð um skóginn komið þið að sléttu þar sem þjóðgarðsverðir bíða ykkar. Eftir nokkrar mínútur skrjávar í tjánum í kringum ykkur. Ungu aparnir sem eru enn eru hálf ósjálfbjarga, koma 2svar á dag til að fá bætiefni við þá fæðu sem þeir finna sjálfir í skóginum.
Héðan keyrið þið síðan að fljótinu, þar sem þið siglið með bát til Sukau Rainforest. Næstu tvo tíma siglið þið á lengsta fljóti Sabahs, Kinabatangan, á meðan hin villta náttúra eykst og verður þéttari og tréin hærri. Í trjákrónunum situr hópur af forvitnum nef öpum sem fylgjast með bátnum þegar hann siglir rólega niður fljótið.
Þegar þið komið til Sukau Rainforest Lodge er hádeigisverðurinn borinn fram við kertaljós síðan verður haldin ljósmyndasíning og fyrirlestur um þennan stórkostlega frumskóg af hæfum leiðsögumanni sem er með mikla vitneskju um náttúruna og umhverfið. Restin af deginum er til að slappa af, þið getið t.d. setið á breiðum svölunum og hlustað á söng skordýranna.
Gisting: Sukau Rainforest Lodge. (M, H, K)

Dagur 8: Sukau Rainforest og sigling á Kinabatangan fljóti
Þið vaknið eflaust við hljóðin í makak-öpunum og fyrsta safari ferðin á fljótinu byrjar kl 06.00. Dýrin eru líflegust á morgnana – kannski er heppnin með ykkur og þið sjáið sum af stóru dýrum regnskógarins eins og orangutangen, eða lítinn flokk af villtum fílum, langhentu gibbon apana eða hinn sérstaka nef apa. Ef veðrið er gott er einnig tími fyrir stutta gönguferð um frumskóginn. Ykkur verður einnig boðið að taka þátt í verkefni sem vinnur að því að gróðursetja fleiri tré á svæðinu, svo maður komist hjá því að sumar tegundir deyja út. Þið komið aftur á hótelið um kl 09.00 og borðið morgunverð.
Eftir hádeigi farið þið upp með fljótinu til Sukau Village, héðan siglið þið áfram eftir fljótinu og heimsækið smáþorp. Á leiðinni er stoppað við litla eyju í Kelenanap-vatninu og þar hafið þið möguleika á stuttri gönguferð. Eftir sólsetur og gómsætan kvöldverð hjá kokkinum Joes, er tími fyrir síðustu safari ferðina. Hinir sérstöku kastarar eru festir á bátinn og nú veltur á leiðsögumanninum að lýsa á dýralífið við fljótið. Haldið fingrunum fyrir innan bátinn, krókódílarnir fara á veiðar eftir að myrkrið skellur á!
Gisting: Sukau Rainforest Lodge. (M,H,K)

Dagur 9: Sukau – Sandakan – Kota Kinabalu
Þið siglið frá þjóðgarðinum til Sandakan. Þegar þið komið þangað borðið þið hádeigisverð í miðbænum og ef tími gefst þá er stutt skoðunarferð um bæinn áður en þið keyrið út á flugvöll. Um kl 14.00 fljúgið þið til Kota Kinabalu. Hér bíður bíll eftir ykkur og þið eruð keyrð á hótel í bænum.
Gisting: Hótel Shangri-la eða Hyatt Regency hótel. (M, H)

Dagur 10: Kota Kinabalu
Eftir mikla og góða upplifun í hringferðinni um Sabah þá hafið þið möguleika á að lengja ferðina, t.d. að veralengur við ströndina í Kota Kinabalu eða að fljúga til Danmerkur, kannski með stopp í Singapore. (M)
M = Morgunverður   H = Hádeigiverður   K = Kvöldverður