Borneó

Það eru 3 lönd sem skipta 3ju stærstu eyju heims, Borneo á milli sín. Svæðið Kalimatan á Indónesíu er lang stærst en einnig fátækast. Ríkast en minnst er Burnei í norðri, betra þekkt fyrir Sultan svæðið og stóru olíu svæðin. En vinsælasti hluti Malaysíu eru fylkin Sarawak og Sabah.

Við hjá Ferðin.is viljum leggja áherslu á ferðir til og í kringum, Sarawak og Sabah. Sarawak er stærsta ríki Malaysíu og er á norðvestur hluta Borneo, en næst stærsta ríkið, Sabah, er fyrir austan Sarawak. Svæðið er tilvalið, ef maður óskar eftir meiru en aðeins sólbaðsfríi. Hér eru náttúru upplifanir sem eru mjög svo öðruvísi en því sem maður er vanur – ósnert náttúran á heimsins stærsta regnskógarsvæði, spennandi dýralíf, fallegar hvítar sandstrendur, kristaltært vatn með nokkra af bestu köfunarsvæðum heims og hæsta fjall suð austur asíu svo aðeins séu nefnd nokkur atriði. Borneo er einn af þeim stöðum í heiminum sem allir ættu að fá tækifæri á að upplifa að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni og möguleikarnir eru margir.

Ferðin.is kynnir Borneó ýtið á myndina

[lightbox_image size="full-half" image_path="https://www.ferdin.is/wp-content/uploads/Mother-orangutan-with-baby-IST.jpg" lightbox_content="https://www.youtube.com/watch?v=5XZp-2f9HSg" group="Video" description="Ferdin.is kynnir Borneó"]

[flagallery gid=5 skin=default_old align=center]

Gott að vita

Hringferðir:
Okkar hringferðir er hægt að sníða að hverjum og einum, alveg eftir ykkar óskum, og ef þið óskið eftir að lengja fríið, búa á öðrum hótelum m.m. þá aðstoðum við gjarnan.
Allar ferðir okkar eru á einstaklings vegum þannig að þið fáið eigin bíl og leiðsögumann í allri ferðinni. Við höfum upplifað að fólk fær meira út úr ferðinni með eigin leiðsögumanni en í hóp með 20 öðrum ferðalöngum í rútu.
Gestir okkar kynnast leiðsögumönnum betur og hafa meiri áhrif á ferðina ásamt því að upplifa mun meira en í rútuferðum. Allir leiðsögumenn eru enskumælandi.
Leiðsögumaður verður ekki til ráðstöfunar þá daga á hóteli þar sem stendur í ferðalýsingu "á eigin vegum".
Flug frá Íslandi til Indónesíu er ekki innifalið í verði á pakkaferðum - en hafið samband, við gefum upplýsingar um ódýrasta flugverðið.

M=morgunverður H=hádegisverður K=kvöldverður

Hringferðir:
• Takið eftir að innanlandsflug er ekki innifalið í verðinu á hringferða tilboðunum, þar sem ferðin krefst þess að þið ferðist með flugvél. Við gefum upp verð á flugi í viðeigandi hringferð. Þegar þið kaupið millilandaflugi hjá okkur þá pöntum við einnig innanlandsflug og verðleggjum það.
• Þið getið lesið meira um hótelin sem þið notið í hringferðunum, undir viðkomandi borgum/ríkjum.
• Við höfum sett saman hringferðir út frá reynslu okkar í gegnum árin. Ef þið óskið eftir einhverju öðru eða viljið búa á öðru hóteli en gefið er upp er það að sjálfsögðu möguleiki. Það er fullur sveigjan leiki í hringferðum okkar! Ferðaskrifstofan reiknar út nýtt verð á ferðinni, eftir þeim óskum sem þið komið með.
• Ef þið farið frá hótelinu um morguninn áður en veitingastaðurinn opnar þá er morgunverður ekki innifalinn. Morgunverðar veitingastaðir opna venjulega um kl 07:00
• Á þeim hótelum þar sem gefið er upp 2 fullorðnir og 2 börn í sama herbergi, þá grundvallast verðið á tveggjamannaherbergi með auka flatsæng. Því getur verið svolítið þröngt á herbergjunum.
• Þegar tekið er frá herbergi fyrir 3 einstaklinga, þá fáið þið oftast herbergi með tveggjamanna rúmi og auka "roll away" rúm.
• Allar hringferðir eru farnar með minnst 2 fullorna einstaklinga sem ferðast saman. Einstaklingar sem ferðast einir þurfa því að greiða, fyrir utan einsmanns herbergi verð fyrir 2 í ferð ef ferðin er þannig samansett.

Almennt:
Check ind/check ud:
Að innrita sig inn á hótelin getur átt sér stað frá kl 14:00, en þegar þið skráið ykkur út þarf það að vera milli kl 11:00 - 12:00

Jóla- og nýárs máltíðir:
Hótelin eru oftast með skildubundnar jóla- og nýarsmáltíðir, verðið er gefið upp við staðfestingu.

Keyrsla og ferðir:
Keyrsla og ferðir eru farnar með minnst 2 einstaklinga. Ef einn einstaklingur ferðast þá er verðið yfirleitt tvöfalt á akv. Ferðum. Börn undir 12 ára fá 50% afslátt, þegar það eru minnst 2 fullornir.

Bæir og borgir

Þar sem ekki er hægt að fá beint flug til Borneo mælum við með að þið fljúgið til Singapore og notið nokkra daga í þessari hátísku stórborg, áður en haldið er til Borneo.
Singapore er alþjóða samfélag þar sem flestir íbúar eru kínverjar, en malasíubúar og indverjar eru einnig stór hluti íbúanna. Það sem er sameiginlegat með þeim er að þeir tala allir ensku. Allir borgar hlutar eru með sitt ákveðna þjóðlega hverfi, eins og Chinatown með litlar og huggulegar hliðargötur, ásamt Arab Street og Littla India með litríkt götulíf.

Hér eru stórkostleg hof eins og Sri Mariammam með 72 litríka hinduguði á einum turninum. Það er einnig mjög gaman að versla í Singapore. Þið verðið að ganga um hina stóru verslunargötu, Orchard Road.

Hér eru stórar verslunar miðstöðvar, ásamt smærri verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum.
Það er margt að sjá í Singapore og þið getið auðveldlega komist á milli staða t.d. Til Sentosa Island. Mohamed Sultan Road og göturnar í kring eru þau svæði sem eru mest "hippe" og iðandi í Singapore. Á Boat Quay og Clarke Quay er hægt að versla og fara á veitingastaði frá morgni til kvölds.

Lankayan
Á Lankayan er einstakt tækifæri til að búa á einangraðri hitabeltiseyju ásamt því að vera á einum af bestu köfunarstöðum heims. Eyjan Lankayan er óbyggð og samanstendur af fallegum hvítum sandströndum og hitabeltis gróðri.

Kuching
Kuching er án efa þægilegasta og mest spennandi borg á Borneo og mörgum þykir hún mest aðlaðandi borg í suðaustur Asíu. Borgin býður uppá falleg græn svæði og íbúarnir eru vinalegir og altaf tilbúnir að hjálpa. Það sem er áhugaverðast að sjá og upplifa í bænum er allt í göngufæri svo þið þurfið ekki að fara með leigubíl eða rútu til að upplifa Kuching.
Stærsta sölutorg borgarinnar er við eina af elstu götum Kuching, kallað "antik arkade" ekki aðeins vegna gamaldags útlits bygginganna heldur einnig vegna úrvals af Antivörum og handverki sem hægt er að kaupa hér.

Sabah / Kota Kinabalu
Kota Kinabalu sem einnig er kölluð KK og var áður þekkt sem Jesselton er höfuðborg Sabahs. Borgin var næstum alveg eiðilögð í heimstyrjöldinni síðari en er í dag nýtísku borg með 250.000 íbúum og andrúmsloftið er afslappað og gott. 35 km norðaustur af Kota Kinabalu er Tuaran, spennandi svæði með hvítum sandströndum og krystaltæru vatni. Við mælum með að þið njótið umhverfisins við lúksus hótelið Shangrila´s Rasa Ria Resort. Það eru 30 km til Kinarut og vegurinn liggur um gróskumikla dali, skógiklædd fjöll, hrísakra, gummí- og ávaxtaekrur og litla smábæi með mikið af leirkera verkstæðum.

Ýtið á myndirnar hér að neðan til að skoða bækling