Bali - Lombok - Gili Trawangan - Bali

Stefnum á þessa ferð með íslenskri fararstjórn í október 2023.

Allir hafa heyrt talað um Bali og dreymir marga um að heimsækja eyjuna. Í þessari ævintýraferð til Indonesíu ætlum við ekki bara að heimsækja Bali og ferðast um eyjuna,  heldur heimsækjum við einnig nágrannaeyjuna Lombok og Gili eyjarnar. Í lok ferðar förum við í dagsferð frá Bali yfir til Nusa Penida sem ýmsir líkja við "falin gimstein" rétt fyrir utan Bali.
Á Bali munum við gista bæði í Sanur og Ubud auk þess sem við förum skoðunarferðir um eyjuna þar sem við kynnumst einstakri náttúru, menningu og mannlífi. Á Lombok gistum við í tvær nætur ásamt því að fara í mjög áhugaverða skoðunarferð. Við gistum síðan 4 nætur á Gili Trawangan.

 

Dagur 1: Keflavík - Denpasar á Bali
Lagt af stað frá Keflavík með millilendingu í Bangkok.

Dagur 2: Komið til Bali
Eftir lendingu á flugvellinum í Denpasar á Bali verður okkur ekið til Sanur og innritum við okkur á hótelið. Það sem eftir er dags munum við kynna okkur nágrenni hótelsins auk þess sem tilvalið að slaka á við sundlaugina eða ströndina eftir ferðalagið.
Gisting: Mercure Resort Sanur, Deluxe Room (M) .

Dagur 3: Sanur
Dagurinn á eigin vegum.
Gisting: Mercure Resort Sanur, Superior Room (M)

Dagur 4: Sanur
Eftir morgunverð er lagt af stað í skoðunarferð um austurhluta eyjunnar. Mount Agung er hæsta fjall Bali 3.142 m. Þetta er virkt eldfjall sem gaus síðast stóru gosi 1963. Nálægðin við eldfjallið hefur mótað mjög líf og trú fólksins á svæðinu og virðing fyrir fjallinu er mikil. Hindúisminn sem er trú eyjaskeggja hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks eins og við munum kynnast en fyrir heimamönnum er trúin og daglegt líf eitt og hið sama. Við munum heimsækja helgasta hofið á Bali, Besakih hofið eða "móður hofið" eins og það er oft kallað. Hofið er "móðir" allra hofa í landinu og var við byggingu þess líkt eftir Agung eldfjallinu. Við Bukit Jambul verður stoppað en þar er frábært útsýni að Agung auk þess sem kjörið er að fá sér þar hádegisverð.  Við höldum síðan áfram um austurhluta eyjunnar og heimsækjum m.a. þorpið Penglipuran sem er hefðbundið "gamalt" þorp en saga þess nær aftur til 16. aldar. Á leiðinni til baka til Sanur verður komið við í bænum Klungklung sem var áður höfuðborg landsins en þar heimsækjum við "Kerta Gosa" sem kölluð hefur verið "höll réttlætisins".  Hádegisverður á "local" veitingastað
Gisting: Mercure Resort Sanur, Deluxe Room (M, H)

Dagur 5: Sanur - Ubud
Eftir morgunmat leggjum við af stað frá hótelinu og setjum stefnuna á „miðhálendi“ eyjunnar. Á leiðinni er stoppað við Batubulan, þar sem dansarar í litskrúðugum þjóðbúningum sýna hefðbundna Barong- og stríðsdansa (aðgangur ekki innifalin ca. ISK 1.000- pr mann). Við höldum síðan áfram og komum við í þorpinu Kemenuh sem er þekkt fyrir trjáskurð og handverk.
Við stoppum síðan í bænum Kintamani en þaðan er frábært útsýni yfir Batur vatnið og Batur eldfjallið. Siðasti viðkomustaður okkar á leiðinni til Ubud er Tampak Siring eða "uppspretta æskunnar" en það eru fornar heilagar heilsulindir. Hádegisverður á "local" veitingastað.
Gisting: Ubud Village Hotel, Deluxe Room (M,H)

Dagur 6: Ubud
Dagurinn á Ubud á eigin vegum.
Gisting: Ubud Village Hotel Deluxe Room (M)

Dagur 7: Ubud
Eftir morgunverð verður lagt af stað í skoðunarferð um nágrennið. Náttúrufegurðin á svæðinu er einstök og samspil hrísgrjónaakra og óspilltrar náttúru er einstakt. Við skoðum Ubud Tegenungan fossinn sem hefur heillað margan ferðamanninn. Síðan förum við í Ubud Monkey forest eða "Ubud Wanara Wana" en það er helgidómur apa. Við höldum síðan áfram til ubud Royal Palace en þar margar "Balískar" byggingar enda var það aðsetur konunga áður fyrr. Að endingu komum verður komið við á handverksmarkaði. Hádegisverður á "local" veitingastað
Gisting: Ubud Village Hotel Deluxe Room (M,H)

Dagur 8: Ubud
Dagurinn á eigin vegum.
Gisting: Ubud Village Hotel Deluxe Room (M)

Dagur 9: Ubud - Lombok
Um morguninn verður ekið til Padang Bai hafnarinnar en þaðan verður siglt til eyjunnar Lombok. Siglingin tekur ca. 60 mín. Lombok er álíka stór eyja og Bali en þó svo stutt sé á milli eyjanna er margt í menningu þeirra og siðium ólíkt.
Gisting: Senggigi.

Dagur 10 - 11: Lombok
Skoðunarferð um Lombok á degi 10. Við verðum sótt á hótelið eftir morgunverð og setjum stefnuna á Tetebatu sem er í Rinjani þjóðgarðinum nánar tiltekið í suðurhlíðum Rinjani eldfjallsins. Í Tetebatu er ætlunin að fara í u.þ.b. 6 km langa göngu í einstöku emhverfi og mikilli náttúrufegurð. Áður en lagt er af stað í gönguna munum við sjá hvernig heimamenn rista kaffibaunirnar sínar yfir eldi en kaffibauna rækt og kaffibauna brennsla og mölun á sér langa hefð í Indonesíu. Við fáum okkur jafnvel bolla af nýmöluðu kaffi áður en við leggjum af stað. Á svæðinu fer fram margs konar ræktun og munum við m.a. ganga um hrísgrjónaakra og ávaxtagarða. Það er breytilegt  eftir árstíðum hvað verið er að rækta en bændur munu örugglega vera að sinna ökrunum. Á göngu okkar um akra og skóga munum við fá tilfinningu fyrir lífinu í landbúnaðarhéruðum eyjunnar. Á leið okkar að Tibu Topat fossinum förum við um skógarsvæði þar sem aldrei er að vita nema við sjáum apa stökkva á milli trjánna.                                                                                                         Við hittum síðan bílstjórann okkar eftur og hann keyrir okkur í hádegismat á local veitingastað í Tetebatu þorpinu.                                                             Eftir mat höldum við áfram til Loyok og hittum fjölskyldu sem ætlar að sýna okkur körfugerð en þessar körfur eru ofnar úr bambusþráðum. Þessar körfur er ofnar um alla Indonesíu en svæði og héruð hafa þróað með sér sína sérstöðu við körfugerðina.  Húsagerð heimamanna er eitt af því sem við munum fræðast um, t.d. framleiðsla á þakplötum úr leir ofl. Á leiðinni til baka á hótelið munum við stoppa á einherjum af mörkuðum heimamanna og jafnvel bragða á því sem þar er á boðstólum.  Dagur 11 slökun.

Gisting: á Senggigi

Dagur 12: Lombok - Gili Trawangan
Um morguninn  verður siglt til Gili Trawangan. Siglingin tekur ca. 30 mín. Í eyjunni eru engin vélknúin ökutæki en ferðamátinn eru hestvagnar, reiðhjól eða fótgangandi. Þegar við komum til eyjunnar höfum við því val um að ganga (ca. 10 mín) eða taka hestvagn að hótelinu. Hestvagnarnir eru ekki innifaldir í verði ferðarinnar. Það sem eftir er dags er tilvalið að slaka á við sundlaugina á hótelinu eða á ströndinni.
Gisting: Villa Ombak Deluxe Room (M)

Dagar 13 - 15: Gili Trawangan
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum. Gili Trawangan er stærst og mest heimsótta eyjan af Gili eyjunum og þar búa ca. 1.000 manns. Gili eyjarnar eru frábærar til afslöppunar og það er tilvalið að liggja í sólbaði á hvítum sandströndum og slaka vel á í rólegu umhverfi. Útfrá Gili er síðan frábærar aðstæður til köfunnar og til að snorkla enda sjórinn tær og falleg kóralrif skammt frá landi. Stutt er yfir í nágrannaeyjarnar Gili Air og Gili Meno en það er um að gera að skreppa yfir í heimsókn.
Gisting: Villa Ombak, Deluxe Garden Room (M)

Dagur 16: Gili Trawangan - Bali
Siglt og ekið til Sanur á Bali. Um morguninn tökum við hestvagn þangað sem ferjan leggur upp og siglum yfir til Bali. Þegar komið verður til Bali verður ekið til Kuta og gist þar.
Gisting: ? (M)

Dagur 17: Bali
Dagsferð til Nusa Penida.
Gisting: ? (M)

Dagur 18: Bali
Afslöppun síðasta daginn okkar á Bali.
Gisting: ? (M)

 

Dagur 19: Denpasar Bali - Keflavík
Eftir hádegi verður ekið frá Sanur út á flugvöll við Denpasar og lagt af stað áleiðis heim.

Dagur 20: Keflavík
Komið til Keflavíkur.

Verð, fáið tilboð í ferðina ykkar.

Innifalið í verði:

  • Millilandaflug frá Íslandi
  • Gisting með morgunverði samkvæmt ferðalýsingu
  • Hádegisverður 3 daga samkvæmt ferðalýsingu
  • Allur akstur og siglingar samkvæmt ferðalýsingu ásamt aðgöngumiðum og skoðunarferðum
  • Íslensk fararstjórn ásamt enskumælandi fararstjórn

Ekki innifalið í verði:

  • Tryggingar
  • Gjafir og þjórfé
  • Máltíðir og annað sem ekki er minnst á í leiðarlýsingu
  • Aðgangseyrir að danssýningu á degi 5 og ekki fargjald með hestvögnum á Gili Trawangan á dögum 9 og 13.

Ath lágmarksfjöldi er 10 manns svo ferðin verði farin með íslenskri fararstjórn.