Author Archive

Framlengdur bókunarafsláttur

Vegna ítrekaðra óska um framlengingu bókunarafsláttarins í Baliferðina í september, höfum við ákveðið að framlengja afsláttinn ekki bara í Baliferðina í september heldur einnig i Thailandsferðina í ágúst. Við bjóðum því upp á 50.000- kr bókunarafslátt pr mann út apríl í þessar ferðir en sjá má lýsingu á ferðunum undir “sérferðir” hér að ofan.

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Rétti timinn til þess að bóka flugið til Thailands næstu jól

rg_2577900_c640,320Á ticket2travel.is (t2t.is) höfum við verið að sjá mjög góð verð á flugi til Thailands um næstu jól. Það eru ekki mörg sæti á lægstu verðunum svo þau verða fljót að fara. Fyrir þau ykkar sem stefnið á Thailand næstu jól þá borgar sig að ganga frá fluginu sem fyrst og við getum síðan sest saman yfir “landpakkann” í rólegheitum. T2t.is, kíkið á það.

 

 

 

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Páskar 2015

Páskaferðin okkar til Thailands er komin í sölu og er búið að bóka fyrstu sætin nú þegar. Þema ferðarinnar er Sagan, Náttúran og Afslöppun. Brottför 20. mars 2015, athugið takmarkað sætaframboð.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Vegabréf / vegabréfsáritanir

Að gefnu tilefni viljum við benda fólki á að  kynna sér vel þær reglur sem gilda um vegabréf og vegabréfsáritanir í þeim löndum sem ferðast á til. Gott er að hafa þá reglu að vegabréfið sé alltaf gilt a.m.k. 6 mánuði eftir að heim er komið úr ferðalagi. Hægt er að kynna sér þær reglur sem gilda um vegabréf og vegabréfsáritanir  á síðu utanríkisráðuneytisins

http://www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta/ferdalagid/vegabrefsaritanir/

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Útgöngubanni aflétt

Stjórnvöldum í Thailandi er mikið í mun að ferðamenn í landinu verði sem minnst varir við valdarán hersins og láti það ekki hafa áhrif á ferðir sínar til Thailands. Þann 22. maí sl. var sett á útgöngubann frá kl 22-5 að morgni, en nú hefur útgöngubannið verið stytt og er frá miðnætti til kl 4. Þar að auki hefur útgöngubannið verið fellt niður á ferðamannastöðunum Phuket, Koh Samui og Pattaya. Metfjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári, eða 26,5 milljónir.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Staða mála í Thailandi

Við á Ferdin.is höfum verið að fá fyrirspurnir frá fólki varðandi ástand mála í Thailandi og hvort óhætt sé að fara þangað. Thailenski herinn hefur tekið völdin í landinu, að eigin sögn til þess að koma á stöðugleika í landinu. Sett hefur verið á útgöngubann í landinu frá kl 22:00 til 05:00. Hermenn eru ekki meira á ferðinni en venjulega, nema ef útgöngubannið er ekki virt.

Þessar aðgerðir hafa lítil sem engin áhrif á ferðamenn í landinu en þjónusta við ferðamenn er að mestu óbreytt fyrir utan það að opnunartími verslunar og þjónustu tekur mið af útgöngubanninu. Allir flugvellir eru opnir eins og venjulega og heimilt er að fara að og frá flugvöllum á öllum tíma sólahrings sé verið með flugmiða. Landamærastöðvar eru opnar, hótel og veitingastaðir eru opnir  sem og öll önnur þjónusta við ferðamenn. Samgöngur á sjó og landi eru samkvæmt venju þó með þeim takmörkunum sem útgöngubannið setur.  Síma og internet þjónusta er starfrækt allan sólahringinn. Að sjálfsögðu er rétt að viðhafa almennar varúðarreglur eins og að forðast staði sem fólk safnast saman á til að mótmæla og eins er öruggast að hafa vegabréfið við höndina þegar verið er á ferðinni.

Segja má að ferðamenn verði lítið varir við yfirtöku hersins, nema hvað varðar skertan opnunartíma og því engin ástæða til þess að hætta við Thailandsferð vegna þessa. Við hjá ferdin.is sjáum að þeir sem þekkja til láta ástandið ekki stoppa sig  og eru að bóka hjá okkur flugmiða í sumar ásamt því að við erum farin að selja í nóvember ferðina sem við förum með íslenskri fararstjórn.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →