Að gefnu tilefni! – Golfsett frítt!

Að gefnu tilefni! – Golfsettið Frítt!golfers

Undanfarið hefur Icelandair auglýst „golfsettið ferðast frítt“.

Rétt er að benda á að þetta á einungis við um vélar Icelandair og til þeirra áfangastaða sem Icelandair flýgur beint til. Þeir farþegar sem taka síðan tengiflug á endanlegan ákvörðunarstað þurfa að greiða fyrir golfsettið í því flugi. Þegar síðan er haldið heim þarf að greiða fyrir golfsettið alla leið, einnig þann hluta leiðarinnar sem ferðast er með Icelandair.

You may also like...