Einstaklingar eða færri en 10 manns

Pöntun á ferðum/þjónustu
Pöntun á ferðum/þjónustu hjá Ferðin.is er bindandi bæði fyrir viðskipta vini og Ferðin.is þegar staðfestingargjald hefur verið greitt. Með því að greiða staðfestingargjald staðfestir viðskiptavinurinn skilmála ferðarinnar eða þjónustunnar sem upp eru gefnar á reikningi/eða ferðalýsingum sem útgefin eru af Ferðin ehf.
Ef staðfestingargjald greiðist ekki innan þess frests sem upp er gefin á staðfestingu/reikningi frá Ferðin ehf er samningurinn ógildur.
Munið að gefa upp við pöntun rétt nafn þess/þeirra sem ferðast eins og það er skráð í vegabréf hjá viðkomandi ef ekki tekur Ferðin.is ekki ábyrgð á auka kostnaði við nýja pöntun eða nafna breytingar.

Staðfesting og greiðslur
Við bókun í ferð eða aðra þjónustu hjá Ferdin.is greiðist 30% staðfestingargjald,-. Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.
Forfallatryggingu verður að greiða og panta um leið og staðfestingargjald greiðist.
Eftirstöðvar greiðast síðan í síðasta lagi 60 dögum fyrir brottför eða um leið og staðfestingar gjald er greitt. Sérstakar reglur geta gilt um einstaka þætti ferðar en það mun þá koma fram í verðlista eða í ferðalýsingu.

Afpantanir
Eftirtaldar reglur eru gildandi ef ekki annað er tekið fram á ferðaskjölum eða í staðfestingum hjá Ferdin.is
Við afpöntun á þjónustu/ferð 50 – 59 dögum fyrir brottför krefjum við 50% af verði þjónustu / ferðar á þátttakenda og staðfestingargjaldið er óendurkræft
Við afpöntun á þjónustu/ferð innan við 50 dögum fyrir brottför er ekkert endurgreitt af heildarverði ferðar.
Við mælum eindregið með að fólk kaupi sér forfallatryggingu sem tryggir gegn sjúkdómum/dauðsfalli hjá þeim sem ferðast eða í nánustu fjölskyldu.

Upplýsingar um tryggingar getið þið fengið hjá Ferdin.is.

Ef upp kemur stríð, náttúruhamfarir, lífshættulegir smit sjúkdómar eða aðrar hamfarir 14 dögum áður en ferð hefst er hægt að afpanta ferðina án þess að fjárhagslegt tap hljótist af. Það er þó háð því að Íslenska  ríkið (Utanríkisráðuneytið eða heilbrigðisráðuneytið) beint ráði fólki frá því að ferðast til viðkomandi staða.  Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að undanskyldu staðfestingargjaldi. Viðskiptavinur ber samt sjálfur ábyrgð ef hann / hún við pöntun á ferðinni vissi um áhættur eða áhættan var almennt þekkt og kemur þá hvorki til endurgreiðsla að hluta eða öllu leyti.

Breytingar
Breytingar á ferð/þjónustu undir 28 dögum fyrir brottför túlkast sem afpöntun og gjöld í samræmi við “Afpantanir” taka gildi.

Verð breytingar
Verð eru háð gengi hverju sinni. Ferðin.is getur neyðst til hækkað það verð sem samið var um ef það verður mikil hækkun á ferðakostnaði. Hér er t.d. átt við ef skyndileg hækkun verður á bensíni eða olíu, ef flugfélög/yfirvöld breyta sköttum eða öðrum gjöldum einnig ef gengi breytist. Verðbreytingar skal tilkynna með minnst 20 daga fyrirvara áður en ferð hefst til að þær séu réttlætanlegar.
Gengi sveiflast meira en +5% eða -5% út frá þeim dagsetningum sem verðlistar/verðtilboð er gefnið út. Gengis útreikningar regla – meðalgengi síðustu 6 mánuði plús eina krónu eða kortagengi.
Verðbreytingar hafa bara áhrif á ferða þætti og þjónustu í viðkomandi landi. Lækkun á flugferðum munu koma öllum viðskiptavinum okkar til góða án tillits til hvenær ferðin var pöntuð og greidd.

Ferðatryggingar
Allir sem ferðast verða að vera með nauðsynlegar tryggingar. Við mælum eindregið með því að þeir sem ekki eru tryggðir kaupi tryggingar sem greiða fyrir kostnað vegna sjúkdóma, slysa, heimsendingu viðkomandi vegna slys, ef fólk týnir farangri o.f.l. Leitið upplýsinga hjá Ferðin.is ehf varðandi tryggingar.

Flugferðin
Flugmiðinn gildir eingöngu á þeirri flugleið sem stendur á miðanum. Breytingar á flugferðinni, lenging eða aðrar breytingar eru aðeins án gjalds ef það kemur fram á miða  eða öðrum ferðagögnum. Við viljum vekja athygli á því að það er mjög mikilvægt að nöfn þeirra sem ferðast séu rétt á öllum ferðagögnum, sérstaklega flugmiðum og að  nöfnin séu eins og þau standa í vegabréfi  viðkomandi. Listamanna nöfn eða milli nöfn má ekki nota sem eftirnöfn. Ef ekki er samræmi  milli  nafns á flugmiðum og í vegabréfi getur flugfélagið neitað viðkomandi um flugið og hvorki flugfélag né ferðaskrifstofa bera ábyrgð á því.  Ábyrgðin er þá alfarið hjá viðskiptavini.

Framsal
Samkvæmt reglum er hægt að framselja ferð sem  gengið hefur verið frá kaupum á, í stað þess að afpanta, en það verður þá að vera til  einhvers sem uppfyllir allar kröfur til að taka þátt í viðkomandi ferð.
Við mælum samt ekki með því að fólk  framselji ferð þar sem flestir flugmiðar hafa mjög strangar reglur varðandi breytingar og í sumum tilfellum er ekki hægt að breyta þeim. Framsal eða yfirtaka á ferð getur átt sér stað svo framanlega sem flugmiði hefur ekki verið gefin út vegna viðkomandi ferðar. Framsal á ferð þarf að berast okkur  í síðasta lagi 14. dögum fyrir brottför og þá skriflega. Við framsal krefur  Ferdin.is viðkomandi um gjald uppá kr. 8.000,- pr. mann. Við framsal ábyrgist, bæði sá sem framselur og hin nýji viðskiptavinur, að ferðin og þau breytingargjöld sem af hljótast verði greidd.

Niðurfelling á ferð
Verði að aflýsa ferð vegna utanaðkomandi þátta sem ekki var hægt að sjá fyrir (force majeure-eða svipað), þá endurgreiðist ferðin að fullu  en  viðskiptavinurinn hefur engan rétt á skaðabótum eða kröfu á slíku.

Ábyrgð skipuleggjandans
Ferðin.is er umboðsaðili,  fyrir hótel, bílaleigur og flugfélög víða um heim. Ábyrgð  vegna vöntunar á þjónustu eða vegna skaða á fólki og farangri er fullkomlega í samræmi við alþjóða samninga þar sem ábyrgðin er í höndum viðkomandi aðila.

Flugferðir: Warszawa Samningurinn, skips ferðir: Aþenu Samningurinn,  lestar ferðir: COTIF/CIF Samningurinn. Skaðabætur hinna ýmsu alþjóða samninga eru frekar lágar vegna persónulegs slys vegna flugferða ca. kr. 1.200.000,- En vegna skips og lestar ferða þó aðeins hærri. Líka þegar um eyðilagðan farangur er að ræða þá eru td.  bætur í flugi ca. kr. 1.200,- pr. kg af farangri sem innritaður er í flug.

Ábyrgð viðskiptavinar
Viðskiptavinur er skyldugur til: – Að vera með gilt vegabréf (lágmarks gildistími í 6 mánuði eftir komu dag til viðkomandi lands) og vera með gildandi Vegabréfsáritun og bólusetningar ef með þarf.

-Að passa uppá breytingar á tímaáætlun og hafa samband við viðkomandi flugfélag og staðfesta ferðina seinast 72 tímum fyrir brottför. ef þetta gleymist getur flugfélagið selt flug sætin án þess að viðskiptavinur getur sótt um skaðabætur.

– Að mæta á réttum tíma á þá staði sem stendur í ferðalýsingunni bæði hvað varðar brottfarir í flug eða aðrar ferðir.

– Að koma þannig fram að samferðamenn að þeir verða ekki fyrir óþægindum. Við  alvarleg og /eða ítrekuð brot á þessu má vísa viðkomandi úr ferð og meina að taka þátt í áframhaldi ferðarinnar.

Kvörtun
Kvörtun vegna galla eða vöntun á þjónustu í ferð skal tilkynna strax til Ferðin.is eða þeirra sem eru til staðar á þeirra vegum um leið og vart verður við galla svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.
Kröfur vegna vöntunar eða galla sem ekki er hægt að  afgreiða/leiðrétta á staðnum skulu vera sendar til Ferðin.is fljótlega eftir að viðskiptavinurinn er komin heim úr ferðinni.
Við ósætti milli ferðaskrifstofu og viðskiptavinar vegna galla á ferð getur viðkomandi sent kæru til Ferðamálastofu/Ferðatryggingasjóðs.

Vegabréf, áritanir og bólusetningar.
Vegabréf skal vera gilt í lágmark 6 mánuði efir að (þú) ferð frá Íslandi.
  reglur um vegabréfsáritanir verður viðkomandi viðskiptavinur að kynna sér og verða nálgast og eru allar áritanir alfarið á hans / hennar ábyrgðar.
Viðskiptavinur okkar verða líka að gefa upp hverrar þjóðar þeir eru og hafa ríkisborgararétt hjá svo við getum veitt þeim réttar upplýsingar og þjónustu.
Ef þessar upplýsingar eru ekki gefnar upp og viðkomandi verður ekki veittur aðgangur að viðkomandi landi er ekki hægt að gera skaðabóta kröfu á hendur ferða skrifstofunni eða skipuleggjenda ferðarinnar. Hafið samband við heimilislækni eða heilsugæslu um upplýsingar varðandi bólusetningar.

Hópar stærri en 10 manns

Pöntun á ferðum/þjónustu
Pöntun á ferðum/þjónustu hjá Ferðin.is er bindandi bæði fyrir viðskipta vini og Ferðin.is þegar staðfestingargjald hefur verið greitt. Með því að greiða staðfestingargjald staðfestir viðskiptavinurinn skilmála ferðarinnar eða þjónustunnar sem upp eru gefnar á reikningi/eða ferðalýsingum sem útgefin eru af Ferðin ehf.
Ef staðfestingargjald greiðist ekki innan þess frests sem upp er gefin á staðfestingu/reikningi frá Ferðin ehf er samningurinn ógildur.
Munið að gefa upp við pöntun rétt nafn þess/þeirra sem ferðast eins og það er skráð í vegabréf hjá viðkomandi ef ekki tekur Ferðin.is ekki ábyrgð á auka kostnaði við nýja pöntun eða nafna breytingar.

Staðfesting og greiðslur
Almennt:
Við bókun í ferð eða aðra þjónustu hjá Ferdin.is greiðist 30% staðfestingargjald af verði ferðarinnar til Ferðaskrifstofunnar Ferdin.is. Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.
Síðan gæti komið krafa frá flugfélagi, hóteli, bílaleigu eða ferðaskipuleggjanda sem Ferðin.is kaupir þjónustu af fari fram á staðfestingargjald og eru það jafn mismunandi og eða mis mikið. Ef þannig krafa kemur höfum við samband við hópinn um greiðslu.
Undantekningar: Það getur komið fyrir að þeir sem við kaupum ferð af krefjast hærri staðfestingargjalda og getur stundum numið allt að 50% af verði ferðarinnar.
Eftirstöðvar ferðar greiðast síðan í síðasta lagi  60 – 70 dögum fyrir brottför eða um leið og staðfestingar gjald er greitt.  Sérstakar reglur geta gilt um einstaka þætti ferðar en þá munum við hafa samband við viðkomandi hóp. Ferðaskrifstofan Ferdin.is krefst ávallt innáborgunar þegar pöntun er gerð og er sú upphæð breytileg eftir heildarverði og áfangastöðum.

Afpantanir
Eftirtaldar reglur eru gildandi ef ekki annað er tekið fram á ferðaskjölum eða í staðfestingum hjá Ferdin.is
Staðfestingargaldið er alltaf óendurkræft.
Við afpöntun á þjónustu/ferð 60 – 69 dögum fyrir brottför krefjum við 50% af verði þjónustu / ferðar á þátttakenda.
Við afpöntun  á þjónustu/ferð 59 dögum fyrir brottför er ekkert endurgreitt af heildarverði ferðarinnar.
Við mælum eindregið með að fólk kaupi sér forfallatryggingu hjá tryggingarfélagi, sem tryggir gegn sjúkdómum/dauðsfalli hjá þeim sem ferðast eða í nánustu fjölskyldu.

Upplýsingar um tryggingar getið þið fengið hjá Ferdin.is.

Ef upp kemur stríð, náttúruhamfarir, lífshættulegir smit sjúkdómar eða aðrar hamfarir 14 dögum áður en ferð hefst er hægt að afpanta ferðina án þess að fjárhagslegt tap hljótist af. Það er þó háð því að Íslenska  ríkið (Utanríkisráðuneytið eða heilbrigðisráðuneytið) beint ráði fólki frá því að ferðast til viðkomandi staða.  Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að undanskyldu staðfestingargjaldi. Viðskiptavinur ber samt sjálfur ábyrgð ef hann / hún við pöntun á ferðinni vissi um áhættur eða áhættan var almennt þekkt og kemur þá hvorki til endurgreiðsla að hluta eða öllu leyti.

Breytingar
Breytingar á ferð/þjónustu undir 28 dögum fyrir brottför túlkast sem afpöntun og gjöld í samræmi við “Afpantanir” taka gildi.

Verð breytingar
Verð eru háð gengi hverju sinni. Ferðin.is getur neyðst til hækkað það verð sem samið var um ef það verður mikil hækkun á ferðakostnaði. Hér er t.d. átt við ef skyndileg hækkun verður á bensíni eða olíu, ef flugfélög/yfirvöld breyta sköttum eða öðrum gjöldum einnig ef gengi breytist. Verðbreytingar skal tilkynna með minnst 20 daga fyrirvara áður en ferð hefst til að þær séu réttlætanlegar. Gengi sveiflast meira en +5% eða -5% út frá þeim dagsetningum sem verðlistar/verðtilboð er gefið út.  Verðbreytingar hafa bara áhrif á ferða þætti og þjónustu í viðkomandi landi. Lækkun á flugferðum munu koma öllum viðskiptavinum okkar til góða án tillits til hvenær ferðin var pöntuð og greidd.

Ferðatryggingar
Allir sem ferðast verða að vera með nauðsynlegar tryggingar. Við mælum eindregið með því að þeir sem ekki eru tryggðir kaupi tryggingar sem greiða fyrir kostnað vegna sjúkdóma, slysa, heimsendingu viðkomandi vegna slys, ef fólk týnir farangri o.f.l. Leitið upplýsinga hjá Ferðin.is ehf varðandi tryggingar.

Flugferðin
Flugmiðinn gildir eingöngu á þeirri flugleið sem stendur á miðanum. Breytingar á flugferðinni, lenging eða aðrar breytingar eru aðeins án gjalds ef það kemur fram á miða  eða öðrum ferðagögnum. Við viljum vekja athygli á því að það er mjög mikilvægt að nöfn þeirra sem ferðast séu rétt á öllum ferðagögnum, sérstaklega flugmiðum og að  nöfnin séu eins og þau standa í vegabréfi  viðkomandi. Listamanna nöfn eða milli nöfn má ekki nota sem eftirnöfn. Ef ekki er samræmi  milli  nafns á flugmiðum og í vegabréfi getur flugfélagið neitað viðkomandi um flugið og hvorki flugfélag né ferðaskrifstofa bera ábyrgð á því.  Ábyrgðin er þá alfarið hjá viðskiptavini.

Framsal
Við mælum samt ekki með því að fólk  framselji ferð þar sem flestir flugmiðar hafa mjög strangar reglur varðandi breytingar og í sumum tilfellum er ekki hægt að breyta þeim. Framsal eða yfirtaka á ferð getur átt sér stað svo framanlega sem flugmiði hefur ekki verið gefin út vegna viðkomandi ferðar. Framsal á ferð þarf að berast okkur  í síðasta lagi 34. dögum fyrir brottför og þá skriflega. Við framsal krefur  Ferdin.is viðkomandi um gjald uppá kr. 8.000,- pr. mann. Við framsal ábyrgist, bæði sá sem framselur og hin nýji viðskiptavinur, að ferðin og þau breytingargjöld sem af hljótast verði greidd.

Niðurfelling á ferð
Verði að aflýsa ferð vegna utanaðkomandi þátta sem ekki var hægt að sjá fyrir (force majeure-eða svipað), þá endurgreiðist ferðin að fullu  en  viðskiptavinurinn hefur engan rétt á skaðabótum eða kröfu á slíku.

Ábyrgð skipuleggjandans
Ferðin.is er umboðsaðili,  fyrir hótel, bílaleigur og flugfélög víða um heim. Ábyrgð  vegna vöntunar á þjónustu eða vegna skaða á fólki og farangri er fullkomlega í samræmi við alþjóða samninga þar sem ábyrgðin er í höndum viðkomandi aðila.

Flugferðir: Warszawa Samningurinn, skips ferðir: Aþenu Samningurinn,  lestar ferðir: COTIF/CIF Samningurinn. Skaðabætur hinna ýmsu alþjóða samninga eru frekar lágar vegna persónulegs slys vegna flugferða ca. kr. 1.200.000,- En vegna skips og lestar ferða þó aðeins hærri. Líka þegar um eyðilagðan farangur er að ræða þá eru td.  bætur í flugi ca. kr. 1.200,- pr. kg af farangri sem innritaður er í flug.

Ábyrgð viðskiptavinar
Viðskiptavinur er skyldugur til: – Að vera með gilt vegabréf (lágmarks gildistími í 6 mánuði eftir komu dag til viðkomandi lands) og vera með gildandi Vegabréfsáritun og bólusetningar ef með þarf.

-Að passa uppá breytingar á tímaáætlun og hafa samband við viðkomandi flugfélag og staðfesta ferðina seinast 72 tímum fyrir brottför. ef þetta gleymist getur flugfélagið selt flug sætin án þess að viðskiptavinur getur sótt um skaðabætur.

– Að mæta á réttum tíma á þá staði sem stendur í ferðalýsingunni bæði hvað varðar brottfarir í flug eða aðrar ferðir.

– Að koma þannig fram að samferðamenn að þeir verða ekki fyrir óþægindum. Við  alvarleg og /eða ítrekuð brot á þessu má vísa viðkomandi úr ferð og meina að taka þátt í áframhaldi ferðarinnar.

Kvörtun
Kvörtun vegna galla eða vöntun á þjónustu í ferð skal tilkynna strax til Ferðin.is eða þeirra sem eru til staðar á þeirra vegum um leið og vart verður við galla svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.
Kröfur vegna vöntunar eða galla sem ekki er hægt að  afgreiða/leiðrétta á staðnum skulu vera sendar til Ferðin.is fljótlega eftir að viðskiptavinurinn er komin heim úr ferðinni.
Við ósætti milli ferðaskrifstofu og viðskiptavinar vegna galla á ferð getur viðkomandi sent kæru til Ferðamálastofu/Ferðatryggingasjóðs.

Vegabréf, áritanir og bólusetningar.
Vegabréf skal vera gilt í lágmark 6 mánuði efir að (þú) ferð frá Íslandi.
 veglur um vegabréfsáritanir verður viðkomandi viðskiptavinur að kynna sér og verða nálgast og eru allar áritanir alfarið á hans / hennar ábyrgðar.
Viðskiptavinur okkar verða líka að gefa upp hverrar þjóðar þeir eru og hafa ríkisborgararétt hjá svo við getum veitt þeim réttar upplýsingar og þjónustu.
Ef þessar upplýsingar eru ekki gefnar upp og viðkomandi verður ekki veittur aðgangur að viðkomandi landi er ekki hægt að gera skaðabóta kröfu á hendur ferða skrifstofunni eða skipuleggjenda ferðarinnar. Hafið samband við heimilislækni eða heilsugæslu um upplýsingar varðandi bólusetningar.

Almennir skilmálar um sölu á flugmiðum:

Þessar reglur gilda um pöntun og miðlun á flugmiðum milli Ferdin.is og viðskiptavina sem óska eftir að kaupa flugmiða.

1. Umboðsmaður

Ferdin.is er eingöngu umboðssali fyrir flugfélögin og er eingöngu söluaðili að flugmiðum til viðskiptavina. Þessa skilmála hefur viðskiptavinurinn sjálfur samþykkt með því að setja hak eða krossa við í sérstakan reitt á síðunni.

Það er flugfélag sem viðskiptavinurinn hefur gert beinan samning við um flugferðina, og það er því viðkomandi flugfélag sem ber ábyrgð á flugferðinni og hvernig hún er framkvæmd. Það eru reglur flugfélagsinns sem gilda um flugferðina milli viðskiptavinar og flugfélags. Þær reglur sem gilda eru aðgengilegar öllum á heimasíðum flugfélagana.

Ferdin.is tekur aðeins á móti greiðslu fyrir hönd flugfélagsinns. Greiðslan millifærum við síðan til flugfélagsinns um leið og bókun hefur verið framkvæmd. Þar sem Ferdin.is er eingöngu umboðsmaður af flugferðinni erum við á eingan hátt ábyrg fyrir seinkunum, niðurfeldum flugum, eða ef flugfélag verður gjaldþrota, eða á  annan hátt sem flugfélagið stendur ekki við gerða samninga milli viðskiptavinar og flugfélags.

2. Samningur

2.1. Gera samning

Samningur um að kaupa flugmiða á milli Ferdin.is og viðskiptavinar er bindandi fyrir báða aðila þegar viðskiptavinurinn hefur greitt á heimasíðunni www.Ferdin.is. Áður en viðskiptavinurinn greiðir bókunina og um leið samþykkt samninginn hefur viðskiptavinurinn með því að merkja við í boxið með því að haka við að hann hefur fengið og lesið almenna skilmála, einnig að hann hefur samþykkt að Ferdin.is er umboðssali flugmiða frá flugfélaginu, með þeim skyldum sem eru tekin fram í grein 1.

2.2. Skjöl

Staðfesting á pöntum ásamt ferðagögnum eða önnur samskipti milli Ferdin.is og viðskiptavinar fara um netfangið sem viðskiptavinurinn hefur gefið upp. Það er því skilda viðskiptavinar að gefa upp virkt netfang þar sem Ferdin.is getur haft samband við hann bæði fyrir og á meðan ferð stendur.

Ferdin.is sendir eftir að greiðsla hefur farið fram staðfestingu á pöntun ásamt ferðagögnum til netfangs viðskiptavinar þar sem greint er frá samningnum. Ef viðskiptavinurinn hefur ekki fengið staðfestingu 1 klukkutíma eftir pöntun á www.Ferdin.is.is hefur farið fram á viðskiptavinurinn strax að hafa samband við Ferdin.is. Viðskiptavinurinn ber áður að kanna „spam“ – ruslpóst síur því viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að póstur frá Ferdin.is lendi ekki í þeim síum.

Viðskiptavinurinn er skyldugur til að lesa öll gögn eftir að hafa fengið staðfestingu á  pöntun og hafa samband strax ef upplýsingar í pöntuninni eru ekki í samræmi við það sem hann/hún hefur pantað.

2.3. Skilmálar

Samningur um umboðskaup á flugmiðum er aðeins fyrir þá sem eru 18 ára eða eldri. Börn og unglingar undir 18 ára geta ekki gert samning við Ferdin.is nema að flullorðin eða einstaklingur eldri en 18 ára tekur þátt í ferðinni.

Viðskiptavinur getur ekki keypt flugmiða fyrir fleiri en 9 manns. Ef viðskiptavinur óskar eftir að kaupa fleiri en 9 flugmiða þarf að hafa samband við Ferdin.is með tölvupósti.
Ef heimild er ekki á kreditkorti viðskiptarvinar hefur Ferdin.is rétt til að ógilda pöntun og samning. Engin heimild á kreditkorti túlkast þannig að viðskiptavinurinn heldur ekki samninginn frá sinni hálfu og getur þar af leiðandi ekki notað flugmiðan sem hann/hún hefur pantað.

3. Verð og greiðsla

3.1. Verð

Verðið á flugmiðanum köllum við „heildarverð“ sem þýðir að inní því verði eru allir skattar og gjöld.

Ef maður hættir við pöntun á heimasíðunni getur Ferdin.is ekki ábyrgst að sama verð finnist aftur.

Á flugvöllum getur komið fyrir að rukkað sé um einhverja þjónustu, aðgangseyrir eða skatta, sem ekki er hægt að hafa innifalda í flugmiðaverðinu, þar sem þær greiðslur eru beint til viðkomandi og eru því ekki með í miðaverði eða samningi.

3.2. Greiðsla

Allar greiðslur fara eingöngu fram á heimasíðunni Ferdin.is sem áframsendir greiðsluna af flugmiðanum beint til flugfélaga í tengslum við pöntunina. Ferdin.is tekur á móti eftirtöldum kreditkortum.

Þjónustugjöld á kreditkort eru í samræmi við alþjóðleg lög og reglur DK. § 80, stk. 5

4. Flugmiðar

4.1. Breytingar á flugmiða

Flestir flugmiðar sem Ferdin.is hefur í umboðssölu eru ekki breytanlegir eða hægt að fá þá endurgreidda, þegar maður kaupir („non refundable“ miða). Það kemur fram á ferðagögnum viðskiptavinar hvort hægt sé að breyta flugmiðanum sjá grein 4.3. ef breyta þarf nafni. Fyrir breytingar eða endurgreiðslu á viðskiptavinurinn að hafa samband við Ferdin.is sem síðan hefur samband við flugfélagið. Ef flugfélagið til undantekningar leyfir breytingar eða endurgreiðslu, þá tekur Ferdin.is alltaf þjónustugjald uppá ISK 7.500,- pr. pers. Pr. miða. Ásamt því gjaldi sem flugfélagið tekur fyrir breytingar. Ferdin.is mun upplýsa viðskiptavin um upphæðina eða heildarkostnað áður en breytingin fer fram.

4.2. Vegabréf, vegabréfsáritun og bólusetningar

Viðskiptavinurinn þarf að vera með gilt vegabréf og það þarf að gilda í lámark 6 mánuði eftir að ferðinni líkur einnig að sjá um að bólusetningar, vegabréfsáritun og önnur skjöl séu gild.

Ferðir til sumra landa gilda sérstakar reglur varðandi að koma til landsinns og fara frá því. Viðskiptavinir geta fundið þessar reglur hjá Utanríkisráðuneytinu eða á þessum hlekk www.utanrikisraduneyti.is

Ferdin.is gengur út frá reglum fyrir Íslenska ríkisborgara. Ef viðskiptavinur er ekki með vegabréf frá Íslandi verður viðskiptavinurinn sjálfur að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi sendiráðum.

4.3. Ferðskjöl og nafna breytingar

Viðskiptavinurinn er ábyrgur fyrir því að nafn sem er í pöntuninni er það sama og er í vegabréfi. Það er oftast ekki hægt að breyta nöfnum í flugmiðum eftir pöntun. Verður viðskiptavinurinn var við nafn í pöntun og vegabréfi eru ekki eins á hann strax að hafa samband við Ferdin.is, sem mun hafa samband við flugfélagið. Ef flugfélagið gefur leyfir fyrir breytingu tökum við ÍSK 8.000,- fyrir þjónustuna ásamt því gjaldi sem flugfélagið fer fram á. Ferdin.is mun upplýsa viðskiptavin um kostnað áður en breytingar eru gerðar.

4.4. Mæta tímganlega

Ef viðskiptavinur notar ekki flugmiða í réttri röð þá eyðir flugfélagið þeim flugleiðum sem eftir eru  í sömu pöntun. Hættir viðskiptavinur við að nota ferðina út er heimferðin sjálfkrafa eytt. Það er því ekki hægt að ef keyptur er miði fram og tilbaka að nota bara heimleiðina en ekki útleið.

Í ferðagögnum stendur hvenær á að mæta og er það á ábyrgð viðskiptavinar að mæta á réttum tíma bæði hvað varðar ferð út og heim. Ef viðskiptavinur er í röð og sér fram á að hann nái ekki flugi er hann ábyrgur fyrir að vekja athygli á sér í röðinni. Viðskiptavinurinn er ábyrgur fyrir að kynna sér tímasetningar á heimleið með því að kynna sér tímasetningar hjá flugfélögum lámark 24 tímum fyrir heimferð á heimasíðum flugfélagana.

Viðskiptavinurinn er ábyrgur fyrir því ef um millilendingar er að ræða að kynna sér vel komu og brottfaratíma. Til dæmis strax eftir að hann/hún lendir á flugvelli að kynna sér á yfirlitskjám hvert hann/hún á að fara til að ná næsta flugi. Ef viðskipavinurinn er í vafa þá á að hafa samband við starfsfólk viðkomandi flugvallar og spyrja um hvaða Terminal og hlið (gate) á að fara til því oft getur verið breytinga á flugvöllum um þessa hluti með stuttum fyrirvara.

Ef Ferdin.is fær upplýsingar um frá flugfélagi að það séu breytingar þá munum við um leið hafa samband við viðskipavininn á netfangið sam hann/hún hefur gefið upp. Viðskiptavinurinn ábyrgist og er skildugur til að gefa upp gilt netfang og um leið samþykkir hann/hún að geta tekið á móti breytingum á flugi í gegnum netfangið.

4.5. Ábyrgð flugfélaga

Það sem Ferdin.is er aðeins umboðsmaður flugfélaga og samningur/kaup er á milli viðskiptavinar og flugfélags, er það flugfélagið sem eitt er ábyrgt fyrir því að flutningurinn fari rétt fram. Kynnið ykkur almenna skilmála flugfélagsinns milli þess og viðskipatavina. Viðskiptavinir geta alltaf fundið þær upplýsingar á heimasíðu flugfélaganna.

Flugfélög eru bundin álþjóðarsamningum og hafa því ábyrgð á fluginu í gegnum Warszawa og Montreal samningana, ásamt EU tilskipun 889/2002 og Loftferðarlög.

Það eru samt takmarkanir á bótum vegna Warszawa og Montreal samningnum sem eru:

  • Farþegi deyr eða verður fyrir alvarlegu slysi 113.100 SDR, Special Drawing Rights, ef flugfélagið getur sannað að þeir hafi ekki gert eitthvað sem er ólöglegt eða óábyrggt eða að óhappið er öðrum um að kenna vegna rangrar hegðunar.
  • Ótakmörkuð ábyrgð ef ekkert að þessu hér fyrir ofan getur sannast.
  • Skaði sem er af seinkunum af farþegaflutningi: 4694 SDR.
  • Skemd á farangri, eða hann týnist, skemd eða seinkun á farangri: 1131 SDR
  • SDR Gengi (XDR) er alltaf hægt að sjá á http://www.sedlabanki.is

Viðskiptavinur verður við seinkanir eða ef farangur týnist, við skaða á fólki, eða farangri að snúa sér beint til viðkomandi flugfélags með skaðabótakröfu. Skaðabótakrafan verður að tilkynnast um leið og viðskiptavinurinn verður var við skaðan eða seinkuninna. Það skal tekið fram að sum flugfélög eru op með samninga sín á milli varðandi ábyrgðir á flugum hvers annars. Til þess að viðskiptavinurinn fái eins meðferð er réttt að beina kröfu sinni að því flugfélagi sem stendur á ferðpappírum viðkomandi en einnig er hægt að beina kröfu til þess flugfélags sem sér um flugið. Jf. Warszawa og Montreal samningsinns.

7. Skyldur farþega.

7.1 Ferðagögn sem gefin eru út

Farþegar eru ábyrgir fyrir því að nöfn þeirra séu rétt í pöntuninni og nafn í ferðaskjölum sé eins og kemur fram í vegabréfi farþegans.

Ef farþegi verður var við að upplýsingar í ferðagögnnum og upplýsingar í vegabréfi eru ekki þau sömu eða ekki eins og farþeginn pantaði á viðkomandi að hafa strax samband við ferðaskrifstofuna. Ferðaskrifstofan mun þá ef um mistök farþegans er að ræða reyna að leiðrétta mistökin. Ef það er hægt að fá fram leiðréttingu förum við fram á þjónustugjald uppá 7.500,- plús það gjald sem flugfélagið setur upp.

7.2 Flugfélaga

Viðskiptavinur verður að yfirhalda reglur flugfélagana

Viðskiptavinurinn ber að haga sér vel í flugferðinni þannig að hann verði ekki samferðamönnum sínum til óþæginda. Gróf hegðun getur leitt til þess að viðskiptavini verði vikið frá viðkomandi flugi og þá er ekki hægt að kenna flugfélagi eða ferðaskrifstofu um eða gera þau ábyrgð á einn eiða neinn þátt.

8. Breytingar á samning

8.1. Yfirtaka eða breytingar

Við göngum út frá því að ekki sé hægt að nota flugmiða á öðru nafni eða breyta flugmiðanum. Ef viðskiptavinurinn óskar eftir að nota flugmiða frá öðrum þarf viðkomandi að hafa samband við ferðaskrifstofuna, sem síðan hefur samband við flugfélagið. Ef flugfélagið gæti leyft þessa breytingu sem skeður næstum aldrei þá tökum við þjónustugjald uppá 7.500,- plús það gjald sem flugfélagið setur upp.

8.2 Hætta við kaup

Við kaup á flugmiðum gilda þær reglur að þegar miði hefur verið keyptur er ekki hægt að láta kaupin ganga til baka samkvæmt neytaendarlögum jf. § 17, stk. 2, nr. 1, jf. § 9, stk. 2, nr. 2.

8.3 Ónotaðir flugmiðar, skattar og gjöld

Varðandi þjónustu sem viðskiptavinurinn ekki notar eru ekki endurgreiddar frá ferðaskrifstofunni. Hafið samband við ferðaskrifstofuna um hvort mögulegt er að endurgreiða skatta og gjöld. Ef hægt er að endurgreiða skatta og gjöld tekur ferðaskrifstofan þjónustugjald fyrir það 2.250,- ásamt þeim gjöldum sem flugfélagið setur upp.

9. Forfalla trygging

Ferðaskrifstofan gefur viðskiptavini upplýsingar um forfallatryggingar og þá möguleika sem í þeim felst. Hér á Íslandi eru oftast forfallatryggingar innifaldar í kreditkortum viðskipavina. Einnig eru margir með heimilistryggingu þar sem inniheldur forfallatryggingu.

Viðskiptavinurinn er sjálfur ábyrgur fyrir að hafa tryggingar í lagi.

Samningur, kaup á milli ferðaskrifstofunnar og viðskipavinar eru bindandi. Þar gilda ekki neinir skilafrestir á vöru eða forfallatrygging. Velur viðskiptavinur að rifta kaupum vegna þátta sem falla undir forfallatryggingu verður hann að hafa samband við sit tryggingarfélag eða kreditkortafyrirtæki.

Viðskiptavinurinn hefur enga kröfu að fá endurgreitt frá ferðaskrifstofunni.

10. Gallar eða endurgreiðsla

Ferðaskrifstofan er aðeins umboðsmaður flugfélaga jf. afsnit 1 og er því ekki ábyrgt fyrir göllum eða vöntun á flutningi flugfélagana. Ef viðskiptavinur verður var við galla eða vöntun á þjónustu sem hann hefur greitt fyrir verður hann að hafa samband strax við viðkomandi flugfélag.

11. Ágreiningur

Allur ágreiningur sem getur komið upp á milli viðskipavinar og ferðaskrifsofunnar sem ekki leysist er hægt að kæra til Ferðamálastofu/Ferðatryggingasjóðs.

Þjónustugjöld

Það er ekki alltaf sem flugfélag leyfir að breyta flugmiða, þar sem ódýrustu flugmiðarnir eru oftast í þeim verðflokki sem eru óbreytanlegir. Við mælum því með því að þú hafir samband við okkur ef þú þarft að breyta einhverju. Þjónustugjald sjálfra flugfélagana verður líka bætt við verðið. En það kostar ekkert að hafa samband við okkur og heyra hvaða möguleika þú hefur.

  • Breytingar á flugmiða pr. pöntun ISK 8.000,-
  • Nafnabreyting á flugmiða pr. nafn/pers. ISK 8.000,-
  • Sætapöntun pr. nafn/pers. ISK 2.000,-
  • Breytingar á máltíðum pr. nafn/pers ISK 2.000,-
  • Endurgreiðsla á flugvallarsköttum pr. pöntun 2.500,-
  • Afpöntun á flugmiða pr. pöntun ISK 8.000,-