Gönguferð á toppinn á Kinabalu fjalli
3 dagar/2 nætur

Mount Kinabalu climbing ITSDagur 1: Kota Kinabalu – Kinabalu fjall
Þið farið frá Kota Kinabalu og keyrið norður eftir um fjallahéraðið Crocker Range – falleg leið sem leiðir ykkur Kinabalu fjalli, sem er hæsta fjall í suðuaustur Asíu. Þið skráið ykkur inn í aðalstöðvar garðsins og heimsækið síðan grasagarðinn þar sem hæfur leiðsögumaður fer með ykkur um svæðið. Þið borðið kvöldverð og gistið í Kundasang, sem er rétt fyrir utan aðalstöðvarnar. (H, K)

Dagur 2: Kindabalu fjall
Þið keyrið snemma um morguninn frá Kundasang til Timphoon, sem er í 1.800 m. hæð. Hér byrjar einstök ferð upp fjallið með leiðsögumanni ykkar. Eftir 4-6 tíma komið þið að gisti- og veitingarhúsinu Laban Rata sem er í 3.353 m. hæð. Eftir kvöldverð (ekki búast við mikilli matargerðalist) gistið þið í svefnsal gistihússins. (M, H, K)

Dagur 3: Kindabalu fjall – Kota Kinabalu
Þið verðið vakin af leiðsögumanninum kl. 3:00 til að fara loka leiðina upp á toppinn (sem er í 4100 m. hæð yfir hafi) 3 tímum seinna standið þið á hinum konunglega toppi Kinabalus fjalls, Low´s Peak, þar sem þið getið upplifað einstaka sólarupprás yfir Kinabalu garðinum. Þegar hinni stórkostlegu upplifun er lokið og búið að pakka myndavélinni niður, farið þið aftur í aðalstöðvarnar. Eftir góðan hádeigisverð keyrið þið aftur á hótelið í Kota Kinabalu. (M, H)

Takið eftir að það getur verið mjög kalt síðasta áfangann upp á topp fjallsins, svo takið heit og góð föt með – við mælum einnig með því að taka með hanska og ennis vasaljós. Þessi ferð geta allir tekið þátt í, en við mælum með að þið séuð í þjálfun eða eruð vön löngum gönguferðum.

M = Morgunverður H = Hádegisverður K = Kvöldverður