Bali - Lombok - Gili Trawangan

14. - 30. september 2020

Allir hafa heyrt talað um Bali en eyjarnar Lombok og Gili Trawangan eru ekki síður áhugaverðar eyjar til að heimsækja, hver með sína sérstöðu. Í hringferð um þessar eyjar ferðumst við fyrst um Bali og dveljum þar í 6 nætur. Frá Bali höldum við til Lombok en þar verðum við í 4 nætur áður en við höldum til Gili Trawangan og gistum þar í 3 nætur. Við lokum síðan hringnum með 1 nótt á Bali áður en haldið er heim. Náttúrufegurð eyjanna er einstök en þær eru ólíkar og hver um sig með  heillandi sögu og menningu.

Dagur 1: Keflavík - Denpasar á Bali

Dagur 2: Komið til Bali
Eftir lendingu á flugvellinum í Denpasar verður okkur ekið til Sanur og innritum við okkur á hótelið. Það sem eftir er dags munum við kynna okkur nágrenni hótelsins auk þess sem tilvalið að slaka á við sundlaugina eða ströndina eftir ferðalagið.

Gisting: Respati Beach Hotel, Deluxe Bungalow Room

Dagar 3 – 4: Sanur

Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum í Sanur.

Gisting: Respati Beach Hotel, Deluxe Bungalow Room (M)

Dagur 5: Sanur - Ubud

Eftir morgunmat leggjum við af stað frá hótelinu og setjum stefnuna á „miðhálendi“ eyjunnar. Á leiðinni er stoppað við Batubulan, þar sem dansarar í litskrúðugum þjóðbúningum sýna hefðbundna Barong- og stríðsdansa (aðgangur ekki innifalin ca. ISK 1.000- pr mann). Við höldum síðan áfram til tveggja þorpa, Mas og Celuk. Mas er þekkt fyrir trjáskurð og handverk en Celuk fyrir gull og silfursmíði. Eftir að við höfum sýnt færni sýna okkar í að versla og prútta höldum við áfram til Pura Basakih og bæjarins Klungkung. Fyrst heimsækjum við Móðurhofið (Pura Basakih) sem liggur við rætur Agung eldfallsinns, en þetta er talið „móðir“ allra hofa á Bali. Í Klungkung var  stjórnsetur um aldir og skoðum við þar merkileg mannvirki og safn um sögu eyjunnar. Síðla dags komum við til Ubud.

Gisting: Pertiwi Resort, Super deluxe Room (M)

Dagur 6 - 7: Ubud
Dagarnir í Ubud eru á eigin vegum.

Gisting: Pertiwi Resort, Super deluxe Room

Dagur 8: Ubud - Lombok
Snemma morgun er stefnan tekin til Serangan, en þar tökum við bátinn til Lombok. Siglingin tekur ca. 2 klukkutíma. Etir komuna til Lombok verður okkur ekið á hótelið okkar á Senigigi ströndinni. Restin af deginum er tilvalið að slaka á við sundlaugina á hótelinu eða á ströndinni.

Gisting: Kila Senggigi, Superior Garden Room (M)

Dagur 9 - 11: Lombok
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum, það er nógur tími til að njóta rólegheitanna á Lombok, kynnast lífi og menningu staðarins og slappa af á ströndinni. Senggigi er rólegur staður og strendurnar þar með þeim bestu í Indónesíu. Margar skoðunarferðir eru í boði um eyjuna þar sem hægt er að upplifa einstaka náttúru og menningu þessa svæðis. Þó svo stutt sé á milli Bali og Lombok þá er saga og menning þessara eyja um margt ólík.  Sólsetrið frá Senggigi yfir Lombok sundið með fjallahring Bali við sjóndeildarhringinn er ógleymanleg upplifun.

Gisting: Kila Senggigi, Superior Garden Room (M)

Dagur 12: Lombok - Gili
Dvölin á Lombok er á enda og tími til að halda áfram til Gili eyja. Það verður náð í okkur á hótelið fyrri hluta dags og við keyrð niður að höfn þar sem þið farið með bát til Gili Trawangan. Við komuna til Gili verður tekið á móti okkur með hestvagna (cidomo) og farið með okkur á hótel Gili Trawangan. Aksturinn með hestvögnunum er ekki innifalin í verðinu og þarf að greiða sérstaklega fyrir það ca. 1.500- kr pr vagn en vagninn tekur tvo fullorðna. Það sem eftir er dags á eigin vegum.                                                         

Gisting: Villa Ombak, Deluxe Family Bungalow (M)

 

Dagar 13 – 14: Gili
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum á Gili Trawangan.
Gili Trawangan er stærst og mest heimsótta eyjan af Gili eyjunum og þar búa ca. 800 manns. Gili eyjarnar eru frábærar til afslöppunar og það er tilvalið að liggja í sólbaði á hvítum sandströndum og slaka vel á í rólegu umhverfi. Útfrá Gili er síðan frábærar aðstæður til köfunnar og til að snorkla enda sjórinn tær og falleg kóralrif skammt frá landi. Á eyjunum eru öll ökutæki bönnuð önnur en hestvagnar og hjól sem gerir umhverfið rólegt og afslappað.

Gisting: Villa Ombak, Deluxe Family Bungalow (M)

 

Dagur 15: Gili - Sanur
Um morguninn verðum við sótt á hótelið og ekið með hestvagni (ath ekki innifalið í verði) niður að höfn, þar sem við tökum bátinn til Lombok. Í Lombok förum við beint á flugvöllinn og tökum flugið yfir til Bali. Frá flugvellinum þar förum við síðan á hótelið okkar í Sanur. Það sem eftir er dags á eigin vegum.

Gisting: Respati Beach Hotel, Deluxe Bungalow Room. (M)

Dagur 16: Bali - Keflavík
Við verðum sótt á hótelið í Sanur og ekið til flugvallar fyrir brottför.

Verð mun liggja fyrir í upphafi árs 2020.

Allt þetta er innifalið í ferðinni:

  • Millilandaflug frá Íslandi
  • Gisting með morgunverði í 14 nætur samkvæmt ferðalýsingu
  • Innanlandsflug frá Lombok til Bali
  • Allur akstur samkvæmt ferðalýsingu ásamt aðgöngumiðum og skoðunarferðum
  • Íslensk fararstjórn ásamt enskumælandi fararstjórn

 

Verðin innihalda ekki:

  • Tryggingar
  • Gjafir og þjórfé
  • Máltíðir og annað sem ekki er minnst á í leiðarlýsingu
  • Aðgangseyrir að danssýningu á degi 5 og ekki fargjald með hestvögnum á Gili Trawangan á dögum 12 og 15.

Lágmarksfjöldi er 10 manns svo ferðin verði farin með íslenskri fararstjórn en hægt er að setja allar okkar ferðir upp sem einstaklingsferðir með enskumælandi fararstjórn.